Dokkan Brugghús ehf. (seljandi) selur vörur til kaupanda í verslun sinni og vefverslun sinni á vefsvæðinu www.dokkanbrugghus.is. Viðskiptaskilmálar þessir gilda um kaup á vörum hjá Dokkunni Brugghúsi, kt. 711017-1350, Sindragötu 14, 400 Ísafirði.
Dokkan Brugghús selur vörur í verslun og í vefverslun og býður kaupanda að vitja vörunnar í verslun eða fá vöruna senda á skilgreindan áfangastað.
Allt verð í vefversluninni er í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Reikningar eru jafnframt gefnir út með virðisaukaskatti.
Verð í vefverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar. Dokkan Brugghús ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir vegna rangra verðupplýsinga, breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir, án fyrirvara.
Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Allar pantanir sem ekki eru afhentar í Ísafjarðarbæ er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar, auk almennrar verðskrár Póstsins. Verði vara fyrir tjóni eftir að hún er send frá Dokkunni Brugghús ehf. til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Dokkan Brugghús áskilur sér rétt til að hafna viðskiptum við einstaklinga, t.d. á grundvelli aldurs. Vörur eru eingöngu afhentar einstaklingum sem náð hafa tuttugu ára aldri og einvörðungu gegn framvísun skilríkja. Að öðrum kosti verður farið með vörurnar aftur í vöruhús hvar kaupandi getur nálgast þær.
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð er óheimilt að rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með vöruskilum. Endurgreiðsla er framkvæmd með inneignarnótu. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Sé vara gölluð skal viðskiptavinur hafa samband við fyrsta tækifæri. Viðskiptavinum er boðin ný vara í staðinn, ásamt greiðslu sendingarkostnaðar, eða endurgreiðslu sé þess krafist. Gallaðri vöru skal skilað til seljanda, á kostnað seljanda, og fer endurgreiðsla fram þegar varan berst til seljanda.
Að öðru leiti vísast til laga nr. 46/2000, um húsgöngu- og fjarsölusamninga og laga nr. 48/2003, um neytendakaup.
Meðferð persónuupplýsing er samkvæmt lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Aðgangsupplýsingar eru geymdar á öruggum vefþjón.
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Skilmálar þessir er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Vestfjarða