Dokkan Brugghús er fyrsta brugghúsið á Vestfjörðum

Hver er sagan á bakvið Dokkuna?

Dokkan brugghús

 

Dokkan brugghús er fjölskyldufyrirtæki á Ísafirði stofnar í október 2017, þar sem eigendum fannst vanta brugghús á Vestfjörðum. Fyrsti bjórinn leit dagsins ljós í byrjun sumars 2018. Fyrirtækið hefur aðsetur að Sindragötu 11 en þar fer öll starfsemin fram. Þetta er vestfirskt handverk og því var ákveðið að leita ekki langt yfir skammt og fengum við heimamann til að sjá um að bruggun færi rétt framm. Bruggarinn okkar er Dokkupúki og hefur stúderað og bruggað bjór í mörg ár. Þess má geta að svæðið við smábátahöfnina er í daglegu tali kallað Dokkan af heimamönnum.

 

Sérstaða vatnsins

Aðaluppistaðan í Dokkubjórnum er að sjálfsögðu vatn. Þegar Vestfjarðagöngin voru byggð á árunum 1991-1996 urðu miklar tafir á framkvæmdum vegna stórra vatnsæða sem opnuðust en þegar til kom reyndist vatnið íbúum Ísafjarðar mikill happafengur. Í dag er allt neysluvatn á svæðinu fengið úr göngunum. Í bjórinn okkar er því notað ákaflega gott og tært lindarvatn sem á upptök sín í tignarlegum fjöllum Vestfjarða. Vatnið er náttúrulega síað og algerlega hreinsað í gegnum 14 milljón ára gömul hraunlög. Staðsetningin og einstakar jarðfræðilegar aðstæður skapa náttúrulega lágt steinefnainnihald og hátt basískt jafnvægi, án aukefna, sem gefur hreinna og frískara bragð.

Jón Reynir Sigurvinsson

Hvers vegna varð þetta nafn fyrir valinu.

Dokkan er örnefni sem þekkt er hér í bæ. Svæðið þar sem smábátahöfnin er, er í daglegu tali kallað Dokkan af innfæddum Ísfirðingum. Líklegt er að þetta nafn komi frá enska orðinu the dock Skipakví. En það var árið 1857 sem maður að nafni Hjálmar Jónsson, frá Kambi í Trékillisvík, byggði kvína. Hjálmar hafði verið sjómaður og flutti til Kaupmannahafnar til að stunda sjóinn, hann nam síðan skipasmíðar þar ytra. 1852 kom hann svo til Ísafjarðar og var mikið í skipaútgerð og verslunarrekstri við annan mann (Torfi Halldórsson). Kunnu Ísirðingar vel að meta að fá þennan skipasmið til bæjarins. Mikill framfarahugur var hér í bæ á þessum árum. Hjálmar réðst í að byggja (Dokkuna) skipakví sem hann lét grafa inní landi og var þetta stærri og fullkomnari kví enn áður hafði verið gerð hér á landi. Með þessu fékkst öruggt vetraralægi fyrir hákarlaskipin einnig spöruðu eigendur skipa sér mikð erfiði sem fylgdi því að draga skipin á kamb við vertíðarlok og setja þá svo aftur fram í vertíðarbyrjun. Þetta var mikið mannvirki á þessum tíma, hún var með tvöföldum tréveggjum og á milli þeirra var fyllt með grjóti og möl. Allt að 7 skip gátu legið þarna en stærðin var um 7-800 fermetrar. Hjálmar flutti síðar til Kaupmannahafnar aftur eftir að hafa selt Ásgeiri Ásgeirssyni Dokkuna, þar dvaldi hann sín síðustu æviár. Ásgeir Ásgeirsson var einn af burðarás í atvinnulífinu hér á þessum árum og notaði hann kvína fyrir skipin sín. Það var svo 1920 sem ákveðið er að fylla uppí kvína og byggja kofa á uppfyllingunni (sjá myndir) síðar var byggð bryggja útfrá kvínni sem var alltaf kölluð Dokkubryggjan.

about2